Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigur Reynis á tímabilinu
Laugardagur 17. nóvember 2012 kl. 12:57

Fyrsti sigur Reynis á tímabilinu

Reynismenn lönduðu sínu fyrsta sigri í 1. deild karla í körfubolta í gær þegar liðið bar sigurorð af FSU 91-88. Lekurinn var jafn og spennandi allan tímann en undir lokin reyndust Sandgerðingar sterkari og langþráður sigur því staðreynd, en fyrstu fimm leikir tímabilsins höfðu endað með tapi hjá Sandgerðingum. Hjá Reynismönnum var Reggie Dupree stigahæstur með 25 stig og Eyþór Pétursson skoraði 16.

Gangur leiks: Reynir S.-FSu 91-88 (27-29, 19-19, 20-21, 25-19)

Tölfræði leiks:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reggie Dupree 25/6 fráköst, Eyþór Pétursson 16, Ólafur Geir Jónsson 12/4 fráköst, Alfreð Elíasson 12/4 fráköst, Elvar Þór Sigurjónsson 8/4 fráköst, Hlynur Jónsson 8/5 fráköst, Bjarni Freyr Rúnarsson 6/5 fráköst, Einar Thorlacius Magnússon 2, Ragnar Ólafsson 2.