Fyrsti sigur Njarðvíkinga í Höfn
Njarðvikingar lönduðu sínum fyrsta sigri í 2. deild karla í fótbolta þegar þeir lögðu Sindra á Njarðtaksvellinum 2-1. Í nokkru hvassviðri var það Lukas Malesa sem sá um að skora fyrra mark Njarðvíkinga. Gunnar Oddgeir Birgissson skoraði svo aftur rétt áður en flautað var til hálfleiks og Njarðvíkinga því með notalega forystu í hálfleik. Sindramenn náðu að minnka muninn þegar um stundarfjóruðungur var eftir af leiknum en Njarðvíkingar náðu að landa kærkomnum fyrsta sigri á tímabilinu.