Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigur Grindvíkinga í Pepsi-deild kvenna
Föstudagur 5. ágúst 2011 kl. 09:59

Fyrsti sigur Grindvíkinga í Pepsi-deild kvenna

Grindavíkurstúlkur lönduðu sínum fyrsta sigri sínum í Pepsi-deild kvenna í gær þegar þær sigruðu Aftureldingu 2-1 á heimavelli.

Shaneka Gordon reyndist hetja Grindvíkinga en hún skoraði bæði mörk liðsins. Það fyrra kom á 25. mínútu þegar hún kom Grindvíkingum yfir eftir að hún hafði sloppið inn fyrir vörn gestanna.

Það tók hins vegar ekki langan tíma fyrir gestina að jafna og aðeins rúmri mínútu síðar var staðan 1-1 eftir umdeilt mark þar sem virtist vera brotið á markverði Grindvíkinga.

Gestirnir misstu svo leikmann af velli eftir 40 mínútna leik eftir að slegið hafði verið til Kristínar Karlsdóttur leikmanns Grindavíkur og því voru þær gulklæddu einum fleiri það sem eftir lifði leiks.

Lítið markvert gerðist svo framan af síðari hálfleik en það bar til tíðinda þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma þegar misskilningur varð í vörn Aftureldingar og það nýtti Shaneka Gordon sér vel og renndi boltanum í autt mark gestanna.

Grindvíkingar eru nú með 4 stig í deildinni eftir 12 leiki en Þróttur R er með 6 stig í sætinu fyrir ofan.

Mynd: Shaneka Gordon skoraði bæði mörk Grindvíkinga í fyrsta sigurleiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024