Fyrsti sigur Grindvíkinga í Lengjubikarnum
Grindavíkurstúlkur unnu sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum um helgina með öruggum 5-1 sigri á liði Aftureldingar. Fram að sigrinum höfðu Grindvíkingar tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í B-riðli. Íslandsmótið í Pepsi-deild kvenna hefst innan skamms með erfiðum leik fyrir Grindvíkinga en þær munu heimsækja Valsmenn á Hlíðarenda í fyrstu umferð sem fram fer laugardaginn 14. maí.
Mynd: Grindavik.is