Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna í langan tíma
Fimmtudagur 29. júní 2017 kl. 07:53

Fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna í langan tíma

Grinda­vík vann í gær 2:1 sig­ur á Fylki í loka­leik 10. um­ferðar Pepsi-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu. Þetta var mikill baráttuleikur þar sem bæði liðin eru í neðri hluta deildarinnar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Carol­ina Mendes skoraði fyrsta markið fyrir Grindavík í upphafi seinni hálfleiks og aðeins mínútu síðar jafnaði Thelma Lóa Her­manns­dótt­ir fyrir Fylki.  Sigurmark Grindavíkur kom á 61. mínútu var og það sjálfsmark þar sem markvörður Fylk­is, sló bolt­ann inn eft­ir horn­spyrnu Grinda­vík­ur. Lokastaðan þvi 2:1 fyrir Grindavík sem með sigrinum lyfti sér aðeins frá fallsætinu. Grindavík er með níu stig í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkur í langan tíma en þær höfðu tapað sex leikjum í röð fyrir leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024