Fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna í langan tíma
Grindavík vann í gær 2:1 sigur á Fylki í lokaleik 10. umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þetta var mikill baráttuleikur þar sem bæði liðin eru í neðri hluta deildarinnar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Carolina Mendes skoraði fyrsta markið fyrir Grindavík í upphafi seinni hálfleiks og aðeins mínútu síðar jafnaði Thelma Lóa Hermannsdóttir fyrir Fylki. Sigurmark Grindavíkur kom á 61. mínútu var og það sjálfsmark þar sem markvörður Fylkis, sló boltann inn eftir hornspyrnu Grindavíkur. Lokastaðan þvi 2:1 fyrir Grindavík sem með sigrinum lyfti sér aðeins frá fallsætinu. Grindavík er með níu stig í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkur í langan tíma en þær höfðu tapað sex leikjum í röð fyrir leikinn.