Fyrsti ósigur Njarðvíkinga í sumar
Njarðvíkingar urðu að sætta sig við sinn fyrsta ósigur í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Fjarðarbyggð lagði Njarðvíkinga 1-0 á Eskifjarðarvelli á laugardag og Reynismenn töpuðu heima gegn ÍR 2-3.
Njarðvíkingar eru enn á toppi deildarinnar með 33 stig en Fjarðarbyggð er í 2. sæti með 32 stig. Reynismenn eru í 3. sæti með 28 stig en Adolf Sveinsson og Hafsteinn Rúnar Helgason gerðu mörk Sandgerðinga í leiknum.
Næsti leikur Njarðvíkinga er á fimmtudag, 17. ágúst, þegar þeir fá Aftureldingu í heimsókn á Njarðvíkurvöll og hefst leikurinn kl. 19:00. Reynismenn halda norður til Siglufjarðar á laugardag í næstu viku og leika þar gegn KS/Leiftri og hefst sá leikur kl. 14:00.