Fyrsti ósigur Njarðvíkinga í 1. deild
Njarðvíkingar máttu sætta sig við sinn fyrsta ósigur í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld er þeir mættu Þór á Akureyri. Lokatölur leiksins voru 2-1 Þórsurum í vil en það var Alfreð Elías Jóhannsson sem gerði mark Njarðvíkinga í leiknum á 81. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist í 2-0.
Eftir sigur kvöldsin hafa Þórsarar jafnað Grindavík á toppi deildarinnar en bæði lið hafa 10 stig. Njarðvíkingar eru í 8. sæti deildarinnar með 3 stig.
VF-mynd/ Alferð gerði mark Njarðvíkinga í kvöld. Hér er hann á mynd með Þórði Karlssyni, formanni KSD UMFN.