Fyrsti nágrannaslagurinn í körfunni í kvöld
Í kvöld heldur Reykjanesmóti karla í körfubolta áfram og fyrsti nágrannaslagurinn hjá Suðurnesjaliðunum lítur dagsins ljós. Grindvíkingar taka þá á móti ungu liði Njarðvíkinga en leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík klukkan 19:15.
Keflvíkingar verða sömuleiðis í eldlínunni í kvöld en þeir fá Hauka í heimsókn að Sunnubraut en sá leikur fer einnig fram klukkan 19:15.
Mynd/karfan.is: Rúnar Ingi og félagar í Njarðvík fara í Röstina í kvöld.