Fyrsti leikurinn verður í Kópavogi
Leikur Keflavíkur og Breiðabliks í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar verður á Kópavogsvelli á þriðjudaginn í næstu viku en ekki á Njarðvíkurvelli. Ástæðan er sú að ekki tekst að koma upp áhorfendastæðum og annarri aðstöðu á Njarðvíkurvelli í tæka tíð, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Keflavíkur. Að ósk Keflvíkinga samþykktu Blikar að víxla heimaleikjum. Sem kunnugt er standa yfir endurbætur á Keflavíkurvelli sem lýkur ekki fyrr en um mitt sumar.