Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti heimasigur Njarðvíkur
Föstudagur 27. júlí 2018 kl. 09:20

Fyrsti heimasigur Njarðvíkur

Njarðvík tók á móti Leikni Reykjavík í gærkvöldi í Inkasso-deild karla í knattspyrnu, leikurinn endaði með sigri heimamanna 1-0 en þetta var fyrsti heimasigur Njarðvíkur í sumar. Tveir nýjir leikmenn voru í hóp Njarðvíkur ásamt því að sex breytingar voru á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik.

Njarðvík skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 21. mínútu en Birkir Freyr Sigurðsson skoraði það. Í seinni hálfleik pressuðu Leiknismenn stíft að marki Njarðvíkinga í seinni hálfleik en Njarðvík setti í lás í vörninni og uppskar sigur að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tveir nýjir leikmenn Njarðvíkur þeir Pawel Grudzinski og Englendingurinn James Dale og segir á heimasíðu Njarðvíkur að þeir hafi staðið sig vel í sínum stöðum. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Þór Akureyri þann 1. ágúst.