Fyrsti bikarleikur Keflavíkurkvenna
Kvennalið Keflavíkur keppir í kvöld í fyrsta sinn á bikarmótinu í blaki. Önnur umferð í Bikarkeppni Blaksambandsins fer þá fram þar sem Keflavík tekur á móti Wunderliði HK í íþróttahúsi Heiðarskóla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og eru sem flestir hvattir til þess að mæta og hvetja stelpurnar áfram.
Frítt er inn á leikinn.