Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta úrslitakeppnin leggst vel í Ragnar Albertsson Óskarssonar
Föstudagur 30. mars 2012 kl. 16:08

Fyrsta úrslitakeppnin leggst vel í Ragnar Albertsson Óskarssonar



Nokkrir ungir leikmenn hafa verið að stíga sín fyrstu skref á parketinu fyrir Keflavík í vetur. Á meðal þeirra er Ragnar Gerald Albertsson, sonur Alberts Óskarssonar, sem af öðrum ólöstuðum er besti varnarmaður í sögu Keflavíkurliðsins og einhver rosalegasti karakter sem stigið hefur á fjalir Sláturhússins. Ragnar er að taka þátt í sinni fyrstu úrslitakeppni í ár og er að sjálfsögðu mjög spenntur en heimasíða Keflavíkur tók Ragnar tali fyrir leik kvöldsins, en eins og flestir vita hefst úrslitakeppnin hjá Keflvíkingum í kvöld þegar þeir heimsækja Stjörnumenn.

Hvernig leggst þetta í þig?

Þetta leggst bara mjög vel í mig sko, held að við eigum góðan sjéns í að ná langt.

Eigum við möguleika gegn Stjörnunni?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Já, auðvitað eigum við sjéns, ef við spilum eins og menn þá er engin spurning að við förum áfram í næstu umferð.

Nú hefur þú fengið talsvert af tækifærum í vetur, hvernig horfir tímabilið við þér persónulega?

Það eru vissir hlutir sem ég hefði viljað gera betur til að hjálpa liðinu í vetur. Ég átti nokkra góða leiki fannst mér og svo er það bara að reyna að hjálpa liðinu sem mest í mínu hlutverki, hvort sem ég spili 10 mínútur eða enga

Magnús með mesta svægið

Að lokum ákváðum við að biðja Ragnar að gefa okkur smá innsýn inn í liðið og klefann;

- Besti meðspilarinn: Það eru svo margir góðir leikmenn í þessu liði þannig að það er erfitt að greina í sundur en sá sem hefur hjálpað mér mest er Magnús Gunnarsson. Hann er að leiðbeina manni og reyna að gera mann að betri leikmanni eins og góðir fyrirliðar eiga að gera

- Ruglaðasti meðspilarinn: Sá sem er ruglaðastur er hann Hafliði, hann er alveg í sérflokki í þeim málum

- Mesti snyrtipinninn: Klárlega Dóri Dór, hann þarf alltaf að vera hreinn á höndunum þegar hann spilar og virðist sífellt vera að þvo sér um hendurnar.

- Mesta „swagið“: Með mesta swagið á vellinum og utan hans er Maggi Gun*

*Fyrir þá sem eru ekki af rappkynslóðinni þykir rétt að útskýra orðið „swag“ eða „swagger“. Þegar einstaklingur er með „swag“ hreyfir hann sig, hegðar sér og lítur út fyrir að vera fullur sjálfstraust, hann er svalur og meðvitaður um eigið ágæti sem leyðir það af sér að hann öðlast sjálfkrafa virðingu þeirra sem hann mætir. Þá tengist þetta einnig því hvernig viðkomandi klæðir sig, þ.e. að hann fylgi tísku og tískubylgjum. Dæmi um íþróttamenn sem eru með talsvert "swag" eru til að mynda Kobe Bryant og David Beckham, hvor á sinn hátt..

Texti Sævar Sævars/mynd VF