Fyrsta tapið staðreynd hjá Keflvíkingum
Keflavíkurstúlkur töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í Dominos-deild kvenna gegn Haukum á heimavelli sínum í dag. Lokatölur urðu 61-73 Haukum í vil en þær gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær skoruðu 28 stig gegn 13 stigum Keflvíkinga.
Birna Valgarðsdóttir var atkvæðamest Keflvíkinga með 19 stig en Jessica Jenkins var svo með 11 stig en aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik. Sara Rún Hinriksdóttir og systir hennar Bríet voru ekki með Keflvíkingum í leiknum í dag vegna persónulegra ástæðna.