Fyrsta tap Víðismanna staðreynd
Víðismenn töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í gær þegar þeir mættu liði Augnabliks í 3. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 1-0 og eru þessi tvö lið nú efst og jöfn í A-riðli 3. deildarinnar.
Þróttur Vogum leika einnig í sama riðli en þeim hefur ekki gengið jafn vel og grönnum sínum úr Garðinum. Þróttarar unnu þó stóran sigur í gær í fjörugum leik á Grindavíkurvelli. Þróttur skoraði 5 mörk á meðan andstæðingarnir í Vængjum Júpíters skoruðu tvö. Tveir leikmenn Þróttar fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Þeir Jón Ingi Skarphéðinsson, Þórir Rafn Hauksson og Björn Olsen Daníelsson (2) skoruðu mörk Þróttara en eitt markið var sjálfsmark.
Þeir Eysteinn Sindri Elvarsson og Jón Oddur Sigurðsson hjá Þrótti fengu að líta rauða spjaldið.
Staðan: