Fyrsta tap Reynismanna í sumar
Reynismenn töpuðu fyrsta leik sínum í 3. deild karla í sumar í gær þegar þeir mættu Augnabliki í Kópavogi, úrslit leiksins urðu 3:1 fyrir Augnabliki.
Það var Hörður Sveinsson sem skoraði mark Reynis og jafnaði leikinn í 1:1 á 25. mínútu en það dugði ekki til.
Yfirburðir Reynis í 3. deild í hafa verið talsverðir í sumar og hefur átta stiga forskot á næsta lið á toppi deildarinnar. Reynir hefur reyndar leikið ellefu leiki á meðan KV, sem er í öðru sæti, hefur leikið níu.