Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fyrsta tap Reynis kom í markaleik í Mosfellsbæ
Föstudagur 15. júní 2012 kl. 10:07

Fyrsta tap Reynis kom í markaleik í Mosfellsbæ


Reynir frá Sandgerði tapaði sínum fyrsta leik í 2. deild karla í knattspyrnu í gær í markaleik í Mosfellsbæ. Lokatölur urðu 5-3 fyrir Aftureldingu en þeir höfðu 3-0 forystu í hálfleik eftir frábæra byrjun í leiknum. Reynismenn komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu Grétar Ólafur Hjartarson og Guðmundur Gísli Gunnarsson fín mörk og minnkuðu muninn.

Aftur skoruðu heimamenn áður en Grétar Ólafur náði að laga stöðuna fyrir Reyni, 4-3 þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka. Heimamenn í Aftureldingu náðu svo að skora eitt mark til viðbótar þegar skammt var eftir og fyrsta tap Reynis í sumar því staðreynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024