Fyrsta tap Keflavíkur
Keflvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu í Inkasso-deildinni í knattspyrnu þegar Grótta heimsótti þá á Nettó-völlinn í Keflavík í gærkvöldi. Bæði lið misnotuðu víti á síðustu mínútum leiksins.
Keflvíkingar voru greinilega með timburmenn eftir tapið í bikarnum gegn Njarðvík. Gestirnir komust yfir á 19. mínútu en heimamenn náðu að jafna með góðu marki há Barros á síðustu mínútu hálfleiksins.
Keflvíkingar náðu ekki að fylgja markinu eftir í síðari hálfleik með góðum leik en fengu þó vítaspyrnu á 88. mínútu en Ísak Óli Ólafsson náði ekki að skora framhjá Hákoni markverði Gróttu.
Gestirnir fengu svo víti tveimur mínútum síðar en boltinn fór himinhátt yfir markið.
Þrátt fyrir tap halda Keflvíkingar toppsætinu, enn um sinn en Víkingar, Ólafsvík töpuðu líka sínum leik.