Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fyrsta tap Grindvíkinga
Snæfell gerði góða ferð til Grindavíkur. Ljósmynd/nonni/karfan.is
Föstudagur 30. október 2015 kl. 06:00

Fyrsta tap Grindvíkinga

Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Domino’s deild karla í körfubolta en þá höfðu harðir Hólmarar betur í Mustad-höllinni í Grindavík með einu stigi, 98-99.

Heimamenn byrjuðu betur og voru með tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og leiddu með átta í hálfleik. Gestirnir úr Stykkishólmi hrukku í gang í þriðja leikhluta en síðan voru sviptingar í þeim síðasta. Heimamenn náðu 82-75 forystu um miðjan síðasta leikhluta en Hólmarar reyndust sterkari í lokin og náðu að ljúka dæminu á útivelli.

Nýi Kaninn hjá Grindavík átti mjög góðan leik en hann skoraði 31 stig og tók 16 fráköst en var svo rekinn út úr húsi í lokin eftir orðaskipti við dómara. Sérstakt kvöld hjá kappanum vægast sagt. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 17 stig og Jón Axel Guðmundsson 16 stig. Hjá gestunum var Sherrod N. Wright með 37 stig og Stefán Torfason með 80 stig.

Keflavík fær Hött í heimsókn í TM-höllina í kvöld og á sama tíma heimsækja Njarðvíkingar KR-inga í Frostaskjólið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024