Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta tap Grindavíkurstúlkna
Þriðjudagur 29. nóvember 2005 kl. 04:03

Fyrsta tap Grindavíkurstúlkna

Grindavíkurstúlkur töpuðu sínum fyrsta leik í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik þegar þær máttu láta í minni pokann fyrir ÍS á útivelli í kvöld, 80-70, í framlengdum leik.

Jerica Watson var allt í öllu hjá Grindvíkingum og skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Hildur Siguðrardóttir kom henni næst með 16 stig og 11 fráköst.

Í sigurliði Stúdína fór hin bandaríska Corrine Mizusawa fremst í flokki með 17 stig.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024