Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta tap Grindavíkur
Sunnudagur 29. október 2017 kl. 17:51

Fyrsta tap Grindavíkur

Grindavík tók á móti Þór Akureyri í 1. deild kvenna í körfu, annan daginn í röð í Mustad höllinni í Grindavík í dag. Um var að ræða hörkuspennandi leik og réðust ekki úrslitin fyrr en á lokasekúndum leiksins og endaði leikurinn 89-91 fyrir Þór.

Leikurinn var nokkuð jafn en eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-22 fyrir Þór. Ólöf Rún Óladóttir leikmaður Grindavíkur fór meidd af velli snemma í fyrri hálfleik og spilaði ekki meira með liðinu en varamannabekkur Grindavíkur var ekki þétt setinn þar sem að a.m.k. fjórir leikmenn liðsins voru að spila með sínum flokk og var þá Grindavík aðeins með 2 varamenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hálfleik var staðan 38-51 fyrir Þór og náðu þær yfirhöndinni í 2. leikhluta. Eftir að þriðja leikhluta lauk var staðan 59-63 og enn leiddi Þór en allt gat gerst og þegar fjórða og síðasta leikhlutanum lauk var staðan 81-81 og því þurfti að framlengja.

Framlengingin var hörkuspennandi þar sem að bæði lið skiptust á að taka forystuna og svo fór að Þór Akureyri skoraði á síðustu sekúndum leiksins og voru lokatölur 89-91.

Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 39 stig.