Fyrsta tap Grindavíkur
Grindavík tapaði í toppslag Domino’s deildar kvenna í körfu þegar liðið mætti stórliði Hauka í Hafnarfirði í kvöld. Lokatölur urðu 65-49 fyrir Hauka.
Leikurinn var mjög jafn alveg fram í lokaleikhlutann þegar Haukastúlkur tóku öll völd á vellinum og innbirtu góðan sigur. Whitney Michelle Frazier skoraði 13 stig og tók 11 fráköst og skoraði mest hjá Grindavík en fast á hæla hennar kom nýi Grindvíkingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 12 stig og 9 fráköst. Hjá Haukum skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 16 stig og tók 9 fráköst.
Keflavíkurstúlkur mæta Snæfelli í Hólminum á laugardag en þá leikur Bryndís Guðmundsdóttir í fyrsta sinn gegn sínum gömlu félögum úr bítlabænum en hún gekk til liðs við Hólmara fyrir stuttu.