Fyrsta stigið í hús
Dramatík hjá Njarðvíkingum
Njarðvíkingar nældu í sitt fyrsta stig þegar þeir gerðu 3-3 jafntefli gegn Völsungi í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Mikil dramatík var á lokamínútunum þar sem heimamenn jöfnuðu í blálokin.
Það var Björn Axel Guðmundsson sem kom Njarðvíkingum í 0-2 í fyrri hálfleik og útlitið gott fyrir gestina. Húsvíkingar náðu þó að jafna leikinn með tveimur mörkum, fyrst á 60. mínútu og svo tíu mínútum fyrir leikslok. Þjálfari Njarðvíkinga, Guðmundur Steinarsson, virtist svo hafa tryggt Njarðvíkingum þrjú dýrmæt stig með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Völsungar náðu þó að jafna metin þegar venjulegur leiktími var liðinn en markið kom eftir hornspyrnu.