Fyrsta stig Grindvíkinga komið í hús
Grindvíkingar fengu sitt fyrsta stig í Pepsi-deildinni í knattspyrnu þegar þeir gerðu jafntefli við Stjörnuna í Grindavík í annarri umferð deildarinnar.
Stjarnan komst yfir á 29. Mínútu með marki úr víti en heimamenn komu sterkir í síðari hálfeik og jöfnuðu á 64. Mín. Og var þar að verki Kiyabu Nkoyi á 64. Mín.
Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir fegurð og voru bæði liðin í nokkrum vandræðum með að skapa sér teljandi marktækifæri.