Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta stig Grindavíkurkvenna í hús
Föstudagur 24. júní 2011 kl. 09:50

Fyrsta stig Grindavíkurkvenna í hús

Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi eftir 1-1 jafntefli gegn KR.

Gestirnir úr KR komust yfir eftir stundarfjórðung en Shaneka Gordon sem hefur verið á skotskónum undanfarið jafnaði fyrir leikhlé. Grindvíkingar áttu fullt af tækifærum til að ná í stigin þrjú en markvörður KR sá við sóknarmönnum Grindvíkinga í nokkrum úrvals færum og lokatölur því 1-1.

Þessi sömu lið mætast svo eftir rúmlega viku, eða 1. júlí í 8-liða úrslitum bikarsins og verður spennandi að sjá hvernig fer.

VF-Mynd/Eyþór Sæmundsson: Shaneka Gordon reyndist varnarmönnum KR oft erfið í gær

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024