Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta púttmót GS í kvöld - inniæfingaaðstaðan opnuð
Mánudagur 9. janúar 2012 kl. 15:52

Fyrsta púttmót GS í kvöld - inniæfingaaðstaðan opnuð

Inni æfingaraðstaða Golfklúbbs Suðurnesja í HF húsinu að Hafnargötu 2 opnar mánudaginn 9.janúar (í dag). Þar geta meðlimir Golfklúbbs Suðurnesja nýtt sér þessa inni aðstöðu án endurgjalds, til að slá í net og til að æfa pútt á góðum 18 holu púttvelli. Auk þess er stefnt að því að taka í notkun golfhermi, sem GS félagar geta fengið aðgang að gegn sanngjörnu gjaldi. Viðgerð stendur yfir á herminum en tilkynning mun berast þegar þeirri viðgerð er lokið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Opnunartíma í Inni æfingaraðstöðu GS í HF húsinu að Hafnargötu 2 í vetur verður eftirfarandi;

Mánudagar 19:00 – 21:00 (Púttmót)

Þriðjudagar 19:00 – 21:00

Miðvikudagar 19:00 – 21:00

Fimtudagar 19:00 – 21:00

Púttmótaröð GS hefst einnig 9. janúar.

Púttmótaröð GS 2012 hefst mánudaginn 9.janúar (í dag) kl. 19:00. Mótin eru aðeins fyrir félagsmenn GS. Hvetjum félagsmenn til að mæta og æfa púttin í æfingaaðstöðu GS að Hafnargötu 2. Spilað verður í tveimur flokkum hvert mánudagskvöld;

Úrvalsflokkur: fgj. 10 og minna.
Gæðaflokkur: fgj. 11 og hærra

Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin í hvorum flokki í hverju móti ásamt verðlaunum fyrir besta skor hjá 14 ára og yngri unglingum.Verðlaun verða einnig fyrir heildarkeppni sem spilað verður fram að páskum. Mótsgjald er 500 kr. en kr 300.- fyrir börn og unglinga. Félagar ættu því þannig að geta mætt í pútt á mánudagskvöldum í vetur hjá GS. Heitt verður á könnunni.

Mótin eru til styrktar barna og unglingastarfi klúbbsins.