Íþróttir

Fyrsta konan í tippleiknum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 27. október 2023 kl. 06:28

Fyrsta konan í tippleiknum

Jónas Þórhallsson hafði betur gegn Sissa í annari umferð tippleiks Víkurfrétta eftir æsispennandi leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í þriðja lið um hvernig jafntefli er útkljáð, Jónas var með fleiri rétta á fyrstu sex leikjum seðilsins. Hann hélt þar með velli annað skiptið í röð.

Víkurfréttir ákváðu að leita út í Garð eftir nýjum áskoranda og varð fyrsta konan fyrir valinu, Eva Rut Vilhjálmsdóttir. „Ég vinn sem sundlaugarvörður í íþróttamiðstöðinni í Garði og þjálfa áttunda og sjötta flokk Reynis/Víðis. Ég er gjaldkeri Knattspyrnufélagsins Víðis en félagið á hug minn allan, öllum stundum. Það er fátt annað sem kemst að í huga okkar fjölskyldunnar en að styðja við bakið á Víði í blíðu og stríðu og elta þá út um allt land og hvetja áfram. Ég er mikil áhugamanneskja um enska boltann, Liverpool er mitt lið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Jónas hafði þetta að segja um komandi slag gegn Evu. „Ég fagna því að fá konu inn í leikinn og bíð Evu kærlega velkomna. Ég man ekki eftir því að hafa séð konu í tippkaffinu okkar í Gula húsinu og hvet konur hér með til að mæta. Ég mun draga dætur mínar, Ástrúnu og Gerði Björk, með mér á laugardaginn. Að sjálfsögðu stefni ég á sigur, annars væri ég ekki að þessu,“ sagði Jónas.