Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 26. júní 2000 kl. 09:57

Fyrsta „heimatap“ Keflvíkinga

Keflvíkingar biðu ósigur fyrir Skagamönnum 0-2 í kvöld, þegar liðin áttust við á Keflavíkurvelli og er þetta fyrsta tap Keflvíkinga á heimavelli í sumar. Þegar á annarri mínútu leiksins fengu Skagamenn dæmda vítaspyrnu, eftir að Jakob Jónharðsson braut á Hirti Hjartarsyni innan vítateigs heimamanna. Það var svo Jóhannes Harðarson sem skoraði úr spyrnunni. Keflvíkingar virtust slegnir út af laginu eftir markið og náðu sér engan veginn á strik í fyrri hálfleik, meðan Skagamenn sóttu af krafti og áttu nokkur góð marktækifæri. Það var svo eftir um 30 mínútur sem gestirnir bættu við síðara marki sínu í leiknum eftir slæm varnarmistök Keflvíkinga. Það var hins vegar Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Keflvíkinga sem kom í veg fyrir að mörk Skagamanna yrðu fleiri í leiknum. Keflvíkingar komu mun betur stemmdir til síðari hálfleiks og áttu nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta. Staðan því 0-2 í leikslok og Keflvíkingar í 5. sæti deildarinnar með 12 stig. Næsti leikur Keflvíkinga er í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar, en þá mæta þeir KR-ingum í Vesturbæ Reykjavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024