FYRSTA ÆFINGIN Í NÆSTU VIKU
				
				Reykjaneshöllin verður vígð í næstu viku. Jú, gamla fólkið er búið að fara í vítaspyrnukeppni en í næstu viku, þegar fyrsta meistaraflokksæfing Keflvíkinga í knattspyrnu fer fram í húsinu, þá verður hún loksins vígð. Spurning hvort Kjartan "nagli" Másson gerist verndari gervigrassins rétt eins og grasvallarins við Sunnubraut.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				