Fyrrverandi liðsfélagi Ronaldo til UMFN - 3 nýir leikmenn til liðsins
Njarðvíkingar hafa fengið þrjá erlenda leikmenn til liðsins en UMFN er á toppi 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þetta eru Skotarnir Kenneth Hogg og Neil Slooves sem koma báðir frá Tindastóli. Kenneth sem er sóknarmaður hefur leikið með Tindstól síðustu tvö tímabil og var einn af markahæstu leikmönnum 3. deildar í fyrra. Hann á að baki 32 leiki og hefur gert 23 mörk með Tindastól í mótum hér á landi. Neil sem er varnar- og miðjumaður kom til Tindastóls sl. vor eftir nám í Bandaríkjunum og hefur leikið 11 leiki í 2. deild og gert 1 mark.
Þriðji leikmaðurinn, Gualter Bilro kemur frá Portúgal. Hann er 31 árs reynslumikill varnar- og miðjumaður sem kemur frá Almancilense sem leikur í portúgölsku 3. deildinni. Á sínum tíma lék Gualter með yngri landsliðum Portúgala en í U17 ára landsliðinu var hann liðsfélagi Cristiano Ronaldo að því er segir á fotbolti.net.
Njarðvíkingar mæta Tindastóli á Njarðtaksvellinum í kvöld kl. 19.15. Tindastóll er í 4. neðsta sæti deildarinnar.