Fyrrum WNBA þjálfari kemur til Keflavíkur
Jenny Boucek fyrrverandi leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, fyrrum WNBA leikmaður og núverandi aðstoðarþjálfari hjá Seattle Storm í WNBA, mun halda æfingabúðir í Keflavík fyrir stúlkur fæddar 2006 og eldri. Boucek hefur getið sér gott orð fyrir þjálfun en hún þjálfaði einnig lið Sacramento í WNBA deildinni. Hún lék með Keflvíkngum árið 1998 þar sem hún skoraði 23 að meðaltali í leik.