Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrrum tengdadóttir Michael Jordan til Keflavíkur
Þriðjudagur 12. ágúst 2014 kl. 10:26

Fyrrum tengdadóttir Michael Jordan til Keflavíkur

Sömdu við Carmen Tyson-Thomas

Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik gekk um helgina frá samning við Carmen Tyson-Thomas. Carmen er 177 cm bakvörður frá Syracuse háskólanum í Bandaríkjunum en á lokaári sínu í skóla skoraði hún tæplega 11 stig á leik og tók 6 fráköst. Þess má til gamans geta að Thomas þessi hefur helst unnið sér það til frægðar að hafa verið kærasta dóttur Michael Jordan.

Annars er það að frétta af liðinu að um miðjan september halda þær í æfingaferð til Spánar og ættu þær því að koma undirbúnar og sólbrúnar fyrir komandi átök í Domino's deildinni í körfuboltanum. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflvíkinga.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024