Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrrum formenn fengu gullmerki Keflavíkur
Þriðjudagur 31. desember 2013 kl. 10:24

Fyrrum formenn fengu gullmerki Keflavíkur

Fyrrverandi formenn Knattspyrnudeildar Keflavíkur fengu gullmerki deildarinnar á dögunum en merkin voru afhent í jólaboði deildarinnar fyrr í mánuðinum.  Gull- og silfurmerki deildarinnar voru tekin upp árið 2010 en settar voru reglur um veitingu merkjanna fyrr á þessu ári.  Þar er m.a. tekið fram að fráfarandi formenn skuli fá gullmerki og var ákveðið að veita öllum fyrrverand formönnum merki.

Þeir sem fengu gullmerkin að þessu sinni voru þeir Þorbjörn Kjærbo sem var formaður 1961-1963, Magnús Daðason, 1983, Kristján Ingi Helgason, 1984-1988, Rúnar Lúðvíksson, 1989-1990, Jóhannes Ellertsson, 1991-1997 og Rúnar V. Arnarson, 1998-2007. Árið 2010 var öllum Íslandsmeisturum Keflavíkur veitt gullmerki og við það tækifæri fengu nokkrir fyrrverandi formenn Knattspyrnudeilar merki, þeir Friðrik Ragnarsson, Vilhjálmur Ketilsson, Hafsteinn Guðmundsson, Jón Ólafur Jónsson, Einar Magnússon, Árni Þorgrímsson og Sigurður Steindórsson. Einnig hafa Garðar Pétursson og Bjarni Albertsson gegnt stöðu formanns en þeir eru látnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólaboð Knattspyrnudeildar hefur verið árlegur viðburður undanfarin ár.  Þar er styrktaraðilum og þeim sem hafa starfað fyrir deildina á árinu boðið til veislu þar sem hangikjöt og með því er á boðstólum. Vel var mætt að þessu sinni og rann hangikjötið ljúflega niður.

Á myndinni með fréttinni eru frá vinstri Rúnar V. Arnarson, Rúnar Lúðvíksson, Kristján Ingi Helgason, Magnús Daðason, Þorbjörn Kjærbo og Þorsteinn Magnússon, núverandi formaður.  Jóhannes Ellertsson gat ekki verið viðstaddur.