Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 25. janúar 2001 kl. 11:16

Fyrirtækja- og hópakeppni NES í Boccia

Fyrirtækja- og hópakeppni NES í Boccia var haldin strax á eftir Sparisjóðsmótinu í Boccia 20. janúar sl. í Íþróttahúsi Keflavíkur. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi keppni er haldin og tókst hún í alla staði mjög vel.
Sautján fyrirtæki skráðu sig til keppni með 20 lið og var mikil spenna hjá þessum einstaklingum sem margir hverjir voru að sjá og spila boccia í fyrsta skiptið. Keppt var fimm riðlum, þrír í hverju liði, með fjögur lið í hverjum riðli og komust tvö lið áfram úr riðlinum. Síðan var útsláttarkeppni og eftir stóðu fimm lið sem kepptu allir við alla í einum riðli.
Sigurvegari mótsins var lið Tros-b úr Sandgerði, í öðru sæti eftir spennandi keppni endaði Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágr. a-lið, Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjumþriðja hampaði þriðja sæti, í fjórða sæti varð Tros a-lið og í fimmta sæti Rafmiðstöðin.
Þetta mót er mikil auglýsing fyrir NES og starfsemi þess og þarna kynnast margir þessari skemmtulegu íþrótt og félaginu. Sparisjóðurinn í Keflavík gaf öll verðlaun í þessari keppni og fékk sigurliðið eignarbikar ásamt því að fyrstu þrjú liðin fengu verðlaunapeninga. Allir keppendur á þessu móti fengu þátttökupening með NES merkinu á og merktan Íþróttadagur NES 2001 sem SpKef gaf einnig til minningar um þátttöku á mótinu.
Það má geta þess að næsta keppni verður að ári, nánar tiltekið 26. janúar 2002, þannig að það er hægt að fara að æfa sig í tíma. Við óskum öllum keppendum til hamingju með þátttökuna í þessu móti og sigurvegurum með sín verðlaun. Einnig þökkum við Sparisjóðnum í Keflavík fyrir þeirra framlag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024