Fyrirliðinn tekinn á beinið
Senn mun Guðmundur Steinarsson fyrirliði knattspyrnuliðs Keflavíkur ganga í heilagt hjónaband. Eins og siður er þá var Guðmundur steggjaður með pompi og prakt og var dreginn á fyrstu viðureign Keflavíkur og Þórs í úrslitakeppninni körfuboltanum. Guðmundur var íklæddur Skagabúning með grímu fyrir vitum sér af Bjarna Guðjónssyni og herma heimildir Víkurfrétta að kappanum hafi sviðið í hjartastað við það eitt að klæðast búningi Skagamanna.
VF-Mynd/ [email protected]– Fyrirliðinn í Skagabúninginum.