Fyrirliði Grindvíkinga valinn í U21 landsliðið
Sigurjón Rúnarsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu, hefur verið valinn í æfingahóp U21 landsliðs Íslands sem muna æfa saman í næstu viku.
Davíð Snorri Jónsson, landsliðsþjálfari U21, valdi 29 leikmenn valdir í hópinn að þessu sinni en Sigurjón hefur verið öflugur í liði Grindavíkur í Lengjudeildinni í ár og skoraði m.a. eitt marka Grindvíkinga í 3:1 sigri þeirra á ÍBV.