Fýluferð í Hólminn
Njarðvíkingar fóru í fýluferð í Stykkishólms í kvöld, en þar máttu þeir sætta sig við tap, 88-70, í Iceland Expressdeild karla í körfuknattleik.
Þetta var fyrsta tap Íslandsmeistaranna á leiktíðinni, en með sigrinum komust Snæfellingar upp fyrir þá og sitja nú á toppi deildarinnar.
Hólmarar höfðu frumkvæðið allan leikinn og höfðu mikla yfirburði undir körfunum þar sem þeir tóku 45 fráköst gegn 27 fráköstum Njarðvíkinga. Ingveldur Magni Hafsteinsson fór á kostum í liði Snæfells og gerði 30 stig, en hjá Njarðvík var fátt um fína drætti þar sem Jeb Ivey og Jóhann Árni Ólafsson voru sínu bestir.
Nýr leikmaður UMFN, Igor Beljanski, átti ekki góða innkomu gegn sínum gömlu félögum og gerði 3 stig á þeim 19 mínútum sem hann spilaði áður en hann fékk sína 5. villu.
Njarðvíkingar hafa leikið fjölmarga erfiða leiki undanfarið, en stærsta prófraunin verður á fimmtudag þegar þeir hefja leik í Evrópukeppninni.
Tölfræði leiksins
Þetta var fyrsta tap Íslandsmeistaranna á leiktíðinni, en með sigrinum komust Snæfellingar upp fyrir þá og sitja nú á toppi deildarinnar.
Hólmarar höfðu frumkvæðið allan leikinn og höfðu mikla yfirburði undir körfunum þar sem þeir tóku 45 fráköst gegn 27 fráköstum Njarðvíkinga. Ingveldur Magni Hafsteinsson fór á kostum í liði Snæfells og gerði 30 stig, en hjá Njarðvík var fátt um fína drætti þar sem Jeb Ivey og Jóhann Árni Ólafsson voru sínu bestir.
Nýr leikmaður UMFN, Igor Beljanski, átti ekki góða innkomu gegn sínum gömlu félögum og gerði 3 stig á þeim 19 mínútum sem hann spilaði áður en hann fékk sína 5. villu.
Njarðvíkingar hafa leikið fjölmarga erfiða leiki undanfarið, en stærsta prófraunin verður á fimmtudag þegar þeir hefja leik í Evrópukeppninni.
Tölfræði leiksins