Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 12. júní 2006 kl. 20:07

Fylkismenn betri í fyrri hálfleik

Staðan er jöfn 0-0 í hálfleik í leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Fylkismenn tóku hægt og sígandi völdin á vellinum og hafa verið sterkari aðilinn lungann úr fyrri hálfleik.

 

Hólmar Örn, Keflavík, og Peter Gravesen, Fylki, eru báðir komnir með gul spjöld en það var Eyjólfur Héðinsson sem átti besta skot fyrri hálfleiksins er hann skaut fast að marki Keflavíkur en boltinn fór rétt framhjá vinstra megin við markið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024