Fylkir rúllaði yfir Grindavík
Fylkir sigraði Grindavík örugglega, 0:4 í Grindavík, í Símadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Hrafnkell Helgason skoraði fyrsta markið á 23. mínútu, Ólafur Stígsson kom Fylki í tveggja marka forystu á 28. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Steingrímur Jóhannesson skoraði þriðja markið á 65. mínútu og það var svo Theódór Óskarsson sem gulltryggði sigur Fylkismanna þegar hann skoraði fjórða mark liðsins. mbl.is.