Fylkir-Keflavík 3-3
Keflvíkingar og Fylkismenn gerðu jafntefli í gær þegar liðin mættust í 13.umferð landsbankadeildarinnar.
Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, skoraði tvö mörk í leiknum á 1 mín og 42 mínútu. Í hálfleik var staðan 1-2f yrir Keflavík.
Brottrekstur Brynjars Guðmundssonar á 72 mínútu reyndist afdrifarík fyrir liðið. Brynjar var rekinn af velli eftir tæklingu á Allan Dyring. Staðan var þá 1-3 og Keflavík í góðum málum. Fylkismenn fengu aukaspyrnu vegna brottrekstursins og skoruðu úr henni á 73 mínútu. Rétt fyrir leikslok á 87 mínútu jöfnuðu Fylkismenn leikinn og fóru ánægðir af velli með 1 stig. Það er þó engin afsökun fyrir Keflvíkinga að vera einum færri í 17 mínútur, þeir voru með góða stöðu sem þeir misstu niður í jafntefli.
Keflavík er nú í öðru sæti Landsbankadeildarinnar og verður spennandi að fylgjast með gengi liðsins það sem eftir er sumars.
Byrjunarlið Keflavíkur
1 Ómar Jóhannsson (M)
3 Guðjón Árni Antoníusson
4 Kenneth Ingemar Gustafsson
9 Guðmundur Steinarsson (F) (Mörk 1.mín og 42.mín)
10 Símun Eiler Samuelsen
11 Magnús Sverrir Þorsteinsson
14 Jóhann Birnir Guðmundsson (út 57 mín)
16 Brynjar Guðmundsson
22 Hallgrímur Jónasson
25 Hólmar Örn Rúnarsson
27 Hörður Sveinsson (mark 57.mín)
Varamenn
13 Einar Orri Einarsson
18 Magnús Þórir Matthíasson
19 Patrik Ted Redo
20 Þórarinn Brynjar Kristjánsson
28 Hans Yoo Mathiesen (inn 57 mín)
30 Högni Helgason
31 Magnús Þormar (M)
Áminningar og brottvísanir
16 Brynjar Guðmundsson Brottvísun 72
Þjálfari liðsins er Kristján Guðmundsson