Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fylgst með Guðmundi gegn Mainz
Mánudagur 8. ágúst 2005 kl. 16:49

Fylgst með Guðmundi gegn Mainz

Guðmundur Steinarsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Keflavíkur í  Landsbankadeildinni stundaði æfingar í síðustu viku með
danska liðinu OB í Óðinsvé.

Aðspurður sagðist Guðmundi hafa gengið ljómandi vel á æfingunum og aðstæðurnar hafi verið góðar, klúbburinn fínn og flottur völlur. „Ef þeir gera mér gott tilboð þá þarf ég  bara að ræða við klúbbinn og hugsa málið.“ Þjálfarar frá OB í Óðinsvé munu fylgjast grannt með Guðmundi á fimmtudaginn þegar Keflavík heldur til Þýskalands.

Keflavík mætir FSV Mainz í 2. umferð í forkeppni UEFA bikarsins á  fimmtudaginn í Þýskalandi og leggst leikurinn mjög vel í Guðmund. „Það er auðvitað mikið ævintýri að fá að taka þátt í  Evrópukeppninni. Við leggjum okkur bara alla fram, og ef allir skila  sínu þá eigum við góða möguleika á sigri,“ sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir.

VF-mynd/ Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024