Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fusion Fitness Festival 2006 í Laugum
Fimmtudagur 28. september 2006 kl. 13:12

Fusion Fitness Festival 2006 í Laugum

Heilsuhátíðin Fusion Fitness Festival 2006 fer fram í World Class Laugum í Reykjavík nk. sunnudag. Hátíðin er stærsta heilsuhátíðin á Íslandi og þar verða kynntar ýmsar nýjungar á sviði heilsu- og líkamsræktar. Meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni er Örn Steinar Marinósson, einkaþjálfari hjá Perlunni í Reykjanesbæ.

„Ég mun kynna tíma sem ég hef verið með í Perlunni og Íþróttamiðstöðinni í Garði sem kallast Shape up. Þessir tímar eru hugverk mitt þar sem fólk stundar líkamsrækt í hópum og á sínum hraða og getu. Það sem ég styðst við eru endurteknigar og æfingafjölda eins og er notað í lyftingarsölum og ég skipti æfingum upp eftir vöðvahópum lýkt og í lyftingarsal,“ sagði Örn Steinar en það hefur lengi verið draumur hans að kynna þetta æfingaform erlendis því hann segir það vera eitt sinnar tegundar í heiminum. „Á ráðstefnunni mun ég kalla æfingaformið Power Team Training, Shape up var nafn sem var hent á tímana í byrjun. Ástæðan fyrir breytingunni á nafninu er að mér fannst shape up ekki lýsa því sem við erum að gera í þessum tímum,“ sagði Örn sem hefur lúmskan grun um að svona tímar eigi eftir að verða vinsælir víðar en á Suðurnesjum. „Nú hef ég ákveðið að leyfa Reykvíkingum og kannski fleirum á erlendri grundu að kynnast því sem við erum að gera hér suður með sjó,“ sagði Örn að lokum en hann hefur margra ára reynslu í einkaþjálfun. Nánari upplýsingar um heilsuhátíðina má nálgast á vefslóðinni www.fusion.eu.com

Skráning á Fusion Fitness hátíðina fer fram í afgreiðslu World Class Laugum og á [email protected]

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024