Fulltrúar Nes á Special Olympics
Ólympíuleikar fatlaðra verða haldnir í sumar í Aþenu í Grikklandi dagana 25. júní til 4. júlí. Þar verða 7.500 keppendur frá um 180 löndum, 25.000 sjálfboðaliðar. 3.500 starfsmenn íþróttagreina,auk þúsunda aðstandenda, gesta, fjölmiðlafulltrúa og áhorfenda. Keppnisgreinar eru 20, m.a; Badminton, boccia, blak, borðtennis, fimleikar, frjálsar, körfubolti, handbolti, hestaíþróttir, golf, judo, knattspyrna, lyftingar, siglingar, sund.
Suðurnesjamenn eiga að sjálfsögðu fulltrúa á leikunum en þeir Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Markússon og Róbert Ragnarsson munu taka þátt í knattspyrnu og Jakob G. Lárusson mun keppa í frjálsum.
Á myndinni má sjá Guðmund Markússon annan frá hægri í efri röð og í neðri röð er Sigurður Guðmundsson lengst til vinstri og Róbert Ragnarsson annar frá hægri.