Fullt af fótbolta framundan
Fjórir heimaleikir Suðurnesjaliða á laugardag
Það verður nóg um að vera á knattspyrnuvöllum Suðurnesja og víðar um helgina þar sem Suðurnesjaliðin verða flest í baráttunni.
Njarðvíkingar leika á útivelli gegn KV í kvöld, föstudag. Það er svo nóg um að vera á morgun laugardag þar sem fjögur Suðurnesjalið leika á heimavelli.
Í 1. deild karla taka Grindvíkingar á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði á morgun klukkan 16:00, á meðan Keflvíkingar leika fyrir austan gegn Fjarðarbyggð en sá leikur hefst klukkan 14:00.
Í 3. deild karla leika öll Suðurnesjaliðin þrjú á heimavelli. Þróttarar fá KFR í heimsókn á Vogabæjarvöll klukkan 14:00. Á sama tíma leika Sandgerðingar leika gegn Tindastólsmönnum. Víðismenn taka svo á móti Dalvík/Reyni klukkan 16:00.
Á sunnudag leika svo Keflavíkurkonur gegn Álftnesingum í birkarnum en sá leikur fer fram á Bessastaðarvelli.