Frumraun Njarðvíkur með meistaraflokki kvenna í knattspyrnu
Njarðvík leikur gegn Grindavík í Mjólkurbikar kvenna á gervigrasinu við Nettóhöllina næstkomandi laugardag. Þetta er fyrsti leikur nýstofnaðs meistaraflokks kvenna hjá UMFN en mikið og gott uppbyggingarstarf í kvennaknattspyrnu hefur verið í gangi hjá félaginu undanfarin ár. Leikurinn hefst klukkan 12:00.
Það er ekki leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé Suðurnesjaslagur en lið Njarðvíkinga skipa gamlir reynsluboltar í bland við ungar og efnilegar knattspyrnukonur. Víkurfréttir litu á æfingu hjá meistaraflokki Njarðvíkur nýlega og starfinu verður gerð góð skil í næsta tölublaði Víkurfrétta.