Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frumraun Njarðvíkur með meistaraflokki kvenna í knattspyrnu
Það var ekkert gefið eftir á æfingu meistaraflokks kvenna hjá Njarðvík. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 27. apríl 2023 kl. 10:59

Frumraun Njarðvíkur með meistaraflokki kvenna í knattspyrnu

Njarðvík leikur gegn Grindavík í Mjólkurbikar kvenna á gervigrasinu við Nettóhöllina næstkomandi laugardag. Þetta er fyrsti leikur nýstofnaðs meistaraflokks kvenna hjá UMFN en mikið og gott uppbyggingarstarf í kvennaknattspyrnu hefur verið í gangi hjá félaginu undanfarin ár. Leikurinn hefst klukkan 12:00.

Það er ekki leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé Suðurnesjaslagur en lið Njarðvíkinga skipa gamlir reynsluboltar í bland við ungar og efnilegar knattspyrnukonur. Víkurfréttir litu á æfingu hjá meistaraflokki Njarðvíkur nýlega og starfinu verður gerð góð skil í næsta tölublaði Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Marín Rún Guðmundsdóttur og Dagmar Þráinsdóttur ættu flestir að kannast við en þær eru báðar fyrrum leikmenn Keflavíkur og Grindavíkur
Frá æfingu liðsins á gervigrasinu við Nettóhöllina.