Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Frítt inn á leik Keflavíkur og FH í Pepsi-deildinni í Keflavík í kvöld
Þriðjudagur 28. júlí 2015 kl. 10:09

Frítt inn á leik Keflavíkur og FH í Pepsi-deildinni í Keflavík í kvöld

„Við ætlum að bjóða uppá fríar pyslur og hamborgara fyrir leik og mynda góða stemningu á pöllunum. Allir sem koma merktir Keflavík á völlinn fá frítt inn. Vera í treyjum, með húfur eða trefla merkta liðinu og þið fáið frían miða fyrir ykkur og alla fjölskylduna,“ segir í frétt frá stuðningsmönnum Pepsi-deildarliðs Keflavíkur en liðið mætir stórliði FH kl. 19.15 á Nettó-vellinum í kvöld.

„Fjörið byrjar á vellinum klukkutíma fyrir leik eða kl. 18.00. Pylsur, hamborgarar, gos, klöppur, fánar og stemning sem stuðningsmannasveit Keflavíkur sér um. Nú hoppum við öll um borð og hrópum. ÁFRAM KEFLAVÍK þar til við höfum ná í stigin sem liðið þarfnast. Okkar framlag getur ráðið úrslitum“, segir ennfremur í tilkynningu frá stuðningsmönnum Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024