Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frítt á völlinn í Vogum
Þróttarar hafa þegar tryggt sér farseðilinn í næstefstu deild en eiga enn eftir að tryggja deildarmeistaratitilinn.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 9. september 2021 kl. 17:28

Frítt á völlinn í Vogum

Þróttur Vogum tekur á móti Magna frá Grenivík í annarri deild karla í knattspyrnu á laugardaginn klukkan 14:00 en þetta er síðasti heimaleikur Þróttar á leiktíðinni og næstsíðasta umferð deildarinnar.

Þróttur hefur tryggt sér sæti í Lengjudeildinni, næstefstu deildinni á Íslandi, á næstu leiktíð í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þróttarar eru efstir með 41 stig en næstu lið eru KV (37 stig) og Völsungur (36 stig) sem mætast innbyrðis á laugardag. Þróttarar geta því tryggt sér deildarmeistaratitilinn á laugardag.

Árangur Þróttar hefur verið frábær í sumar og af tilefni þess merka áfanga sem liðið steig þegar það tryggði sér sæti í næstefstu deild, ætlar Sveitarfélagið Vogar að bjóða öllum Þrótturum og öðrum knattspyrnuáhugamönnum á Suðurnesjum frítt á leik Þróttar og Magna á Vogaídýfuvellinum á laugardaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttur og Björgunarsveitin Skyggnir vinna nú saman að því að skipta áhorfendasvæðinu í þrjú hólf og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu fyrir áhugasama að mæta og hvetja Þróttara til frekari dáða en þeir ætla sér ekkert minna en að vinna deildarmeistaratitillinn í annarri deild karla.Þróttur og Björgunarsveitin Skyggnir vinna nú saman að því að skipta áhorfendasvæðinu í þrjú hólf og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu fyrir áhugasama að mæta og hvetja Þróttara til frekari dáða en þeir ætla sér ekkert minna en að vinna deildarmeistaratitillinn í annarri deild karla.

Það er skyldumæting fyrir Þróttara á laugardaginn til að samfagna með liðinu fyrir árangur þess.