Frítt á völlinn í Garði
Nú kl. 17:30 í dag hefst síðari leikur Víðis og Tindastóls í 8-liða úrslitum 3. deildar karla í knattspyrnu. Staðan er vænleg hjá Víðismönnum sem höfðu 4-2 sigur fyrir Norðan í fyrri leik liðanna. Nái þeir jafntefli í dag eða hafi sigur komast þeir upp í 2. deild og halda áfram inn í fjórðungsúrslit deildarinnar.
Frítt verður á Garðsvöll í dag í boði eftirtalinn fyrirtækja:
Von ehf – Ferskfiskur – Bílar og hjól – Háteigur ehf – VSFK
Samkaup – H. Pétursson – Hárgreiðslustofan Kamilla
K. Steinarsson Hekluumboð – SI Verslun – Trésmíði Guðjóns Guðmundssonar