Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frítt á leik Keflavíkur og Þórs á laugardag
Fimmtudagur 29. september 2011 kl. 20:08

Frítt á leik Keflavíkur og Þórs á laugardag

Frítt verður á leik Keflavíkur og Þórs í Pepsídeild karla á laugardaginn, en leikurinn fer fram á Nettóvellinum í Keflavík kl. 14.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar, segir að það séu fyrirtæki í Reykjanesbæ sem bjóða áhorfendum frítt á leikinn og segist Þorsteinn kunna þeim þakkir fyrir.

Hamborgara- og pylsusala verður í félagsheimili Keflavíkur frá kl. 13 á laugardag og þar verður stemmningin keyrð upp fyrir leikinn.

Áhorfendur eru hvattir til að mæta á leikinn og þar mun Puma-sveitin taka á móti áhorfendum og aðstoða þá við að rífa upp gargandi hvatningu til Keflvíkinga, því leikurinn á laugardag er gríðarlega mikilvægur og upp á líf eða dauða í deildinni, því falldraugurinn er ennþá í Keflavík þegar lokaumferðin er eftir í Pepsí-deildinni.