Frítt á leik Keflavíkur og ÍA í kvöld
Botnbaráttuslagur af bestu gerð. Bæði liði með nýjan þjálfara.
Norðurál býður áhorfendum frítt á leik ÍA og Keflavíkur í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í kvöld kl. 19.15. Leikurinn fer fram á heimaveli ÍA á Skipaskaga. Búast má við hörkuleik en bæði lið eru í baráttunni í neðri hluta deildarinnar. Þá eru bæði lið komin með nýjan þjálfara.
Keflavík er með 4 stig og nú er spurning hvernig Kristjáni Guðmundssyni, nýjum þjálfara tekst til með ungt lið Keflavíkur. Þorvaldur Örlygsson hefur tekið við liði ÍA sem er stigi á eftir liðinu úr bítlabænum.