Frítt á leik Keflavíkur í Domino's-deild kvenna
GeoSilica býður öllum frítt á leik Keflavíkur og Skallagríms í Domino's-deild kvenna laugardaginn 20. mars. Leikurinn fer fram í Blue-höllinni og hefst klukkan 18:00.
Keflavík er í toppbaráttunni í Domino's-deildi kvenna, er á topnum ásamt Valsstúlkum, en Keflvíkingar töpuðu óvænt fyrir botnliði KR í síðustu umferð. Skallagrímur er um miðja deild og mikilvægt fyrir Keflvíkinga að ná vopnum sínum á nýjan leik.
„Körfuknattleiksdeild Keflavíkur þakkar GeoSilica kærlega fyrir þetta frábæra framtak og hvetur alla stuðningsmenn að mæta og styðja við bakið á þessu frábæra liði,“ segir í aðsendri tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur.
Vegna takmarkana verða allir að skrá sig á formið sem fylgir hér.