Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frítt á leik Keflavíkur í Domino's-deild kvenna
Daniela Wallen Morillo fór meidd af velli gegn KR eftir aðeins nítján mínútna leik eftir samstuð við leikmann KR.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 19. mars 2021 kl. 20:19

Frítt á leik Keflavíkur í Domino's-deild kvenna

GeoSilica býður öllum frítt á leik Keflavíkur og Skallagríms í Domino's-deild kvenna laugardaginn 20. mars. Leikurinn fer fram í Blue-höllinni og hefst klukkan 18:00.

Keflavík er í toppbaráttunni í Domino's-deildi kvenna, er á topnum ásamt Valsstúlkum, en Keflvíkingar töpuðu óvænt fyrir botnliði KR í síðustu umferð. Skallagrímur er um miðja deild og mikilvægt fyrir Keflvíkinga að ná vopnum sínum á nýjan leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Körfuknattleiksdeild Keflavíkur þakkar GeoSilica kærlega fyrir þetta frábæra framtak og hvetur alla stuðningsmenn að mæta og styðja við bakið á þessu frábæra liði,“ segir í aðsendri tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Vegna takmarkana verða allir að skrá sig á formið sem fylgir hér.